Íslenski námsstyrkjasjóðurinn

Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja félagskonur í Delta Kappa Gamma á Íslandi sem vinna að lokaverkefnum í meistara- og doktorsnámi.

    1. Námsstyrkjasjóður heyrir beint undir stjórn landssambands Delta Kappa Gamma á Íslandi. Styrkur er veittur annað hvert ár, það ár sem landssambandsþing er haldið. Stjórn ákveður hvaða upphæð kemur til úthlutunar hverju sinni og tilkynnir úthlutunarnefnd um það. Heimilt er að skipta styrkupphæð á tvo umsækjendur.
    2. Á tveggja ára fresti, þegar kosin er ný landssambandsstjórn í samtökunum, eru þrjár konur skipaðar í úthlutunarnefnd, svokallaða námsstyrkjasjóðsnefnd.
    3. Stjórn landsambandsins ber ábyrgð á að auglýsa úthlutun úr sjóðnum. Styrkir eru að jafnaði auglýstir í haustblaði Fréttablaðs Delta Kappa Gamma og á heimasíðu samtakanna. Jafnframt eru formenn deilda beðnir um að vekja athygli á auglýsingunni meðal félaga.
    4. Umsóknarfrestur um styrk er til og með 1. mars á úthlutunarári. Úthlutunarnefnd skal að jafnaði hafa lokið störfum einum mánuði síðar og tilkynna landssambandsstjórn þá þegar um tillögur sínar með bréfi undirrituðu af nefndarmönnum.
    5. Einungis félagar í Delta Kappa Gamma á Íslandi geta sótt um styrk. Styrkþegi þarf að hafa starfað í samtökunum ekki skemur en þrjú ár. 
    6. Mikilvægt er að staða verkefnis og áætluð framvinda komi fram í umsókn. Formleg staðfesting á námsframvindu eða rannsóknaráætlun skal fylgja með umsókn. Æskilegt að starfsferilsskrá fylgi. Styrk má veita til eftirfarandi verkefna: 
      • vinnu við lok meistaraprófs
      • doktorsverkefna
      • kynningu og/eða útgáfu á afurð meistara-, doktorsprófs
      • við að koma þekkingu og færni á framfæri að loknu námi út í fræðasamfélagið
    7. Þegar velja þarf milli umsækjenda sem uppfylla skilyrði skulu umsóknir metnar út frá gæðum umsóknar og gildi verkefnisins. Kostur er að umsækjandi hafi verið virkur í samtökunum og/eða sinnt ábyrgðarstarfi innan samtakanna.
    8. Styrkurinn er afhentur á landssambandsþingi.
    9. Ári eftir að styrkur er veittur, að jafnaði fyrir næsta landssambandsþing, skal styrkþegi, með stuttri greinargerð, gera stjórn grein fyrir hvernig hann nýtti styrkinn.
    10. Komi upp ágreiningur innan námsstyrkjanefndar vegna úthlutunar, skal honum vísað til landssambandsstjórnar.

Þannig samþykkt af stjórn landssambands
Delta Kappa Gamma á Íslandi
27. apríl 2021

 

Nánari upplýsingar, reglur sjóðsins og umsóknareyðublað má nálgast hjá formanni námsstyrkjasjóðsnefndar, ÖlmuDís Kristinsdóttur í Lambdadeild, sími 692-5869, netfang: almadis.kristinsdottir@]gmail.com
Einnig má nálgast umsóknareyðublaðið með því að smella á krækjuna hér að ofan.
Umsóknir skulu sendar til formanns nefndarinnar fyrir 1. mars á úthlutunarári eins og segir í reglunum hér að ofan.


Síðast uppfært 12. feb 2024