Stjörnunámskeið

Innra starf deilda er grundvöllur að öllu starfi innan Delta Kappa Gamma. Nauðsynlegt er að huga stöðugt að því hvernig við vinnum sem best að því að ná markmiðum samtakanna. Nú er landssambandið með í boði fræðslufundi  (workshops) fyrir deildir og félaga þar sem sjónum er beint að okkur sjálfum og innra starfi í DKG og því hvernig við getum eflt okkur í því.  
Við köllum þessa fræðslu- og  umræðufundi  DKG stjörnuna. Hún er fimmarma og skiptist í 5 mismunandi eflingarsvið sem fela í sér bæði hugmyndafræði  og  hagkvæmni. Hvernig hugsum við starfið, hvað gerum við og af hverju?  
Fyrst um sinn, meðan reynsla er að komast á framkvæmdina, eru þessar 3 mismunandi leiðir að velja um:
 
  1. Innlegg á deildarfundi – 1 klst. Yfirlit yfir hugmyndafræði DKG-stjörnunnar og þau tæki og tól sem nýtast okkur í starfinu og utan þess.
  2. Sérstakir fræðslufundir (workshop)   2 klst. með 12-16 þátttakendum þar sem við vinnum með ákveðið svið DKG stjörnunnar. Miklar umræður og fjör!
  3. Námskeið fyrir 12-16 þátttakendur.  2x2 klst. og smá vinna á milli! Heljarinnar fjör.
 
Deildir geta tekið sig saman um einhverja leið og/ eða verið með hana á eigin vegum ef nægur þátttakendafjöldi fæst! Heppilegast er að byrja á kynningunni en eftir það er hægt að hugsa sér mismunandi samsetningar og aðlögun að ykkar þörfum! Valið er ykkar.

Síðast uppfært 15. apr 2017