Pistill frá formanninum
Einnig vil ég þakka Sólborgu okkar fyrir hennar góðu stjórn á fyrsta bókafundinum okkar með þessu sniði og að halda svona vel
utan um fundargerðirnar.
Við ákváðum 3 næstu fundi og kemur dagskrá þeirra hér í grófum dráttum:
10. mars fundum við með Þetakonum í Reykjanesbæ. Fundurinn hefst kl. 20.00. Við hittumst hjá gamla Gaflinum (skálhallt á
móti Fjarðarkaupum í Hafnarfirði) kl. 19.00 og sameinumst í bíla. Þið fáið nánara fundarboð er nær dregur. Við
verðum gestvinir þeirra Þetasystra og njótum hollra veitinga í detox-stíl!!!
17. apríl. Vorþing haldið á Reykjavíkursvæðinu. Sigríður Johnsen er fulltrúi okkar í undirbúningsnefnd, en
yfirskrift þess er: ,,Góðir hlutir gerast". Hver veit nema Sigríður Hulda okkar stígi á stokk og leyfi okkur að nema af lífsspeki hennar og
annarra góðra gúrúa.-)) Við ákváðum að fjölmenna. Koma svo stelpur!!!
20. maí. Aðalfundur. Farið verður í rútu kl. 14.00 og haldið á Mýrarnar í Borgarfjörðinn. Þar mun Anna
Kristín opna sumarbústað sinn og sýna okkur svæðið. Hún er með góða aðstöðu og heitan pott. Við ákáðum
að fara svona snemma til að hafa rúman tíma fyrir fund og einnig að geta sem best notið sveitarinnar og fegurð landsins. Komið verður heim um
kvöldið.
Með hækkandi sólarkveðjum.
Ykkar Marsíbil.