Velkomin á vef Nýdeildar

Nýdeild Delta Kappa Gamma, félags kvenna í fræðslustörfum, var stofnuð á Blönduósi 2. apríl 2017.

Stofnfélagar voru 17 konur úr Skagafirði og Húnavatnssýslum frá eftirtöldum skólum og stofnunum: Grunnaskólanum austan vatna, Háskólanum á Hólum, Varmahlíðarskóla, Árskóla á Sauðárkróki, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskólanum - miðstöð símenntunar á  Norðurlandi vestra, Leikskólanum á Skagaströnd, Blönduskóla á Blönduósi, Fræðsluskrifstofu Húnaþings vestra, Grunnskólanum á Hvammstanga, Leikskólanum á Hvammstanga.

Svæði Nýdeildar er víðfemt og konur hafa um langan veg að fara til að hittast og yfir vetrarmánuðina geta veður orðið válynd á svipstundu. Það krefst þess að konur séu sveigjanlegar þegar kemur að fundahaldi. Lífsspeki Hávamála gilda á 21. öldinni alveg eins og á þeirri 9. en þar segir á einum stað í Gestaþætti Hávamála (e.34) En til góðs vinar liggja gagnvegir og það hafa landsbyggðarkonur í Nýdeild haft að leiðarljósi þetta fyrsta starfsár deildarinnar.

Fjarlægðar vegna hafa konur í Nýdeild því nýtt fyrsta starfsár sitt í að kynna sig og starfsstöðvar sínar til að treysta systraböndin.


Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna. 
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.


The Delta Kappa Gamma Society International is not responsible for anything posted to this site and makes no representation as to the accuracy or completeness of information contained in such material. The views expressed on this site do not necessarily represent or reflect the views of The Delta Kappa Gamma Society International. The Delta Kappa Gamma Society International is not responsible for, and disclaims any liability in relation to, anything posted by contributors to, or users of, the site.