Velkomin á vef Etadeildar

Etadeild Delta Kappa Gamma var stofnuð í Reykjavík 6. júní 1997.
Deildarkonur eru af höfuðborgarsvæðinu og starfa á ýmsum sviðum fræðslumála. Þannig eru í deildinni tungumálakennarar, sérkennarar, námsráðgjafar, skólastjórnendur í grunnskóla og framhaldsskóla, kennari í upplýsingatækni, sjúkraþjálfari, háskólakennarar og fræðikonur á sviði menntamála.
Haldnir eru u.þ.b. sex fundir á vetri þar sem konur fræðast um nýjungar á sviði menntunar-, fræðslu- og uppeldismála, ræða og skoða álitamál frá ýmsum hliðum, njóta samvista hver við aðra og styrkja þannig vináttutengslin.


Stjórn Etadeildar 2022–2024 er þannig skipuð:

Ásta Lárusdóttir, ritari
Hafdís Sigurgeirsdóttir, gjaldkeri
Jóhanna Thelma Einarsdóttir, vefstjóri
Ólöf Helga Þór, formaður
Sigríður Heiða Bragadóttir, varaformaður


The Delta Kappa Gamma Society International is not responsible for anything posted to this site and makes no representation as to the accuracy or completeness of information contained in such material. The views expressed on this site do not necessarily represent or reflect the views of The Delta Kappa Gamma Society International. The Delta Kappa Gamma Society International is not responsible for, and disclaims any liability in relation to, anything posted by contributors to, or users of, the site.


Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.

All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.

Félagatal 2017

27.01.2019
Búið er að búa til nýtt pdf skjal með þeim myndum sem hafa verið innsendar og er hægt að skoða það með því að smella á link á síðunni Félagskonur.
Lesa meira

4. fundur vetrarins verður haldinn miðvikudaginn 6. febrúar kl.18:00.

21.01.2019
Á söguslóðum
Lesa meira

Jólafundur Eta deildar verður haldinn fimmtudaginn 6. desember að Klapparási 4, kl .18:00

27.11.2018
Dagskrá fundar:   Formaður Björg setur fundinn og tilnefnir fundarstjóra.   Auður Ava Ólafsdóttir les úr bók sinn,i Ungfrú Ísland.   Með ósk um notalega samveru og og jólastemmningu á aðventunni 2018.   Undirbúningsnefnd jólafundar. Ásta,Berg...
Lesa meira

Fyrsti fundur ETA-deildar verður haldinn fimmtudaginn 4. október.

05.10.2018
Kæru ETA-systur Fyrsti fundur ETA-deildar verður haldinn fimmtudaginn 4. október. Farið verður í Seðlabankann við Sölvhól að ofanverðu. Mæting kl. 18:00. Stefán Jóhann Stefánsson kynningarstjóri Seðlabankans tekur á móti okkur og segir okkur frá starfsemi bankans. Einnig fáum við að skoða myntsafn bankans.
Lesa meira

Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 16. maí kl 18:00 - 21:00

10.05.2018
Aðalfundur Etadeildar verður haldinn miðvikudaginn 16. maí kl 18:00 - 21:00 í Hannesarholti Grundarstíg 10 Syngjum saman með þórunni Björnsdóttur eftir aðalfund Dagskrá: Fundur settur - skipun fundarstjóra og ritara. Aðalfundarstörf. Skýrsla formanns - fyrirspurnir. Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum - fyrirspurnir. Kosning nýrrar stjórnar. Önnur mál.
Lesa meira