Fundir í febrúar og mars
16.02.2011
Ágætu Kappa systur!
Þá er komið að því að hittast á fyrsta fundi ársins sem verður haldinn miðvikudaginn 16. febrúar kl 20.00. Það er
bókafundur og verður hann haldinn hjá Valgerði Magnúsdóttur að Eyktarási 14.
Annar fundur er sameiginlegur skemmtifundur sem Etadeildin ætlar að halda með deildum í Reykjavík og nágrenni föstudaginn 18. mars kl. 19.00 á
Nauthól. Markmiðið er að efla gagnkvæm kynni og styrkja tengsl DKG-kvenna á Reykjavíkursvæðinu. Matseðillin verður tvírétta
kvöldverður með fordrykk á 4.900 kr. Það væri gaman að fjölmenna á þetta skemmtikvöld og hitta konur úr öðrum
deildum!
Fyrir hönd Kappadeildar
Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður