Fundur Kappadeildar 24. október 2011
Kæru Kappasystur!!
Næsti fundur okkar verður mánudaginn 24. október kl. 20:00 í Kaffitár, Stapabraut 7, Reykjanesbæ.
Þá ætlum við að heimsækja Aðalheiði Héðinsdóttur sem á og rekur Kaffitár. Aðalheiður hefur hlotið ýmsar viðurkenningar svo sem viðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri. Aðalheiður mun flytja erindið: Kaffitár leggur heiminn að vörum þér - frá hugmynd að höfuðstöðvum. Þar fjallar hún um hugmyndina að fyrirtækinu og hvernig það er enn að þróast. Einnig mun hún sýna vinnslusalina, segja frá kaffinu og fjalla um stjórnun og uppbyggingu á fyrirtækinu. Á fundinum munum við taka inn tvær nýjar konur, Sólveigu og Önnu sem ekki komust á síðasta fund okkar.
Stjórnin