Fyrsti fundur Kappa deildar
02.11.2015
Fyrsti fundur Kappadeildar starfsárið 2015 - 2016 var haldinn heima hjá Ingibjörgu Guðmundsdóttur þann 22. október. Gunnlaug Hartmannsdóttir formaður kynnti starfsáætlun vetrarins. Þema vetrarins er ,,Verum virkar - styrkjum starfið". Á fundinum unnu Kappakonur verkefni þar sem spjall og gleði var í fyrirrúmi. Fundirnir í vetur verða með breyttu sniði, þ.e.a.s skipulag fundanna. Nokkrir félagar bera ábyrgð á hverjum fundi, skipuleggja hann og ákveða viðfangsefni. Þar með verða allir félagar virkjaðir, samkvæmt þema starfsársins.
Næsti fundur, jólafundurinn, verður haldinn 26. nóvember. Nánar um þann fund síðar.