Starfsár kappadeildar 2011 - 2012
Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í á veitingastaðnum Nauthól og hefst kl. 19.00. Meðal efnis á fundinum er inntaka nýrra kvenna í deildina og fáum við af því tilefni góða gesti á fundinn; núverandi landsambandsforseta, Sigríði Rögnu og fyrrverandi forseta, Ingibjörgu Jónasdóttur. Auk þess heimsækja okkur Ingibjörg Einarsdóttir og Hertha Jónsdóttir sem voru meðal þeirra kvenna sem leiddu Kappadeildina fyrstu sporin.
Þemað okkar í vetur verður: Látum verkin tala - látum verkin lifa - frumkvöðlar.
Fundir okkar í vetur verða sem hér segir:
Fyrsti fundur: Miðvikudagur 28. september kl. 19.00
Annar fundur: Mánudagur 24. október kl. 20.00
Þriðji fundur / jólafundur: Miðvikudagur 23. nóvember kl. 20.00
Fjórði fundur: Þriðjudagur 7. febrúar
Fimmti fundur: Mánudagur 12. mars
Sjötti fundur / aðalfundur: Fimmtudagur 26. apríl