Vetrarstarfið hafið
30.10.2012
Vetrarstarf Kappadeildar þetta árið hófst með fundi á kaffihúsinu Álafossi í Mosfellsdal 1. október.
Vetrarstarf kappadeildar hófst með fundi á Kaffihúsinu Álafossi í Mosfellsbæ. Þema vetrarins verður "Konur í listum og menningu" Menntun
- menning - listir og var gestur kvöldsins valinn með það í huga. Á fundinn mætti Þórunn Lárusdóttir leikkona og miðlaði af
reynslu sinni í starfi sem fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið og hvaða stefnu lífið hefur tekið eftir að hún
lét þar af störfum. Einnig söng Þórunn nokkur lög af væntanlegum geisladisk sem hún er að vinna að við undirleik eiginmanns
síns. Eftir að hafa notið góðra veitinga á Álafossi héldu Kappasystur heim á leið endurnærðar eftir notalega og gefandi stund
með Þórunni.