Þriðji fundur vetrarins
31.03.2016
Boðað er til fundar Kappadeildar miðvikudaginn 6. apríl klukkan 18.00 20.00 í Álafosskaffi í Mosfellsbæ (Café Álafoss Bistro Gallery)
Dagskrá fundarins verður með hefðbundnu sniði. Ragnheiður Axelsdóttir verður með orð til umhugsunar og aðal ræðumaður kvöldsins er Sigrún Þ. Geirsdóttir sjósundkona sem synti yfir Ermasundið í sumar.
Kvöldverður verður snæddur og í boði verður ofnbökuð fiskitvenna (lax og hvítur fiskur, fer eftir árstíð hvaða hvítur fiskur er valinn) með grænmeti í kókosrjómasósu borið fram með hrísgrjónum og fersku salati og brauði kr. 3.200 á mann.
Mætum allar í hina dásamlegu Álafosskvos í Mosfellsbæ og eigum góða stund saman.