Vorfundur Kappadeildar 26. maí
Vorfundurinn okkar og jafnframt síðasti fundur vetrarins verður haldinn í Kríunesi við Elliðavatn. Áður en formlegur fundur hefst ætlum við að fara í stutta gönguferð við Elliðavatn, mæting er við Vatnsendaskóla kl. 18.00. Að gönguferð lokinni höldum við svo í Kríunes og tökum til við formlega dagskrá og borðum góðan mat.
Dagskrá:
Kl. 18.00
Gönguferð, mæting við Vatnsendaskóla og farið í stutta gönguferð um nágrennið.
Kl. 19.00
· Fundur settur, nafnakall og lesin fundagerð síðasta fundar.
· Orð til umhugsunar: Sólborg Alda Pétursdóttir
· Veitingar – grillmáltíð með kartöflusalati og öðru tilheyrandi
· Þema vetrarins „Styrkjum sjálfið – styrkjum vináttuna“ verður í brennideplinum hjá okkur - Kappasystur segja lítillega frá sjálfri sér og hugðarefnum sínum þ.e. þær sem eiga það eftir.