Bakkastofa á Bakka
Við héldum fundinn okkar á neðri hæð hússins og fluttum okkar síðan upp á aðra hæð en þar skenkti frú Ásta okkur heitum kanildrykk sem var rauður á lit vegna sólberjasaftarinnar. Hún sagði okkur undan og ofan af ættarsögu sinni sem hún rakti til Hússins á Eyrarbakka. Valgeir fór með nafnaþulu á 77 jólasveinum sem við átum upp eftir honum með föstum takti.
Humarsúpa og nýbakað brauð var selflutt frá Rauða húsinu og við snæddum hana með góðri lyst á neðri hæð hússins, þar sem við létum fara vel um okkur. Á meðan skemmtu hjónin okkur í tali og tónum. Valgeir söng nokkur falleg lög og sagði eitthvað skemmtilegt á milli laga allavega hlógum við mikið en stundum vorum við líka fyndnar.
Það var ekki annað að heyra á Epsilon-systrum að þær væru himinlifandi með heimsóknina í Bakkahús á Eyrarbakka og þau hjónin létu ánægju sína í ljós með heimsókn okkar.