Fréttir

Fundur í Lesstofu Bókasafns Árborgar

Annar fundur Epsilondeildar var haldinn í Lesstofu Bókasafns Árborgar á Selfossi. Til að komast í Lesstofuna þurfti að fara niður í kjallara og í gegnum mjög draugalegan gang. Þar var að finna líkkistu, gapastokk, beinagrindur og annað óhugnanlegt. Myrkir dagar voru á bókasafninu.
Lesa meira

Haustfundur í Skálholti

Fyrsti fundir haustsins var haldinn í Skálholti 1. okt. Undirbúningsnefnd undirbjó fundinn en í henni voru: Ásborg, Bolette, Sísa, Elinborg og Björg. Margrét formaður færði þeim rósir fyrir þeirra störf.
Lesa meira

Síðasti fundar vetrar 2024

Afmælisfundur Epsilon-deildar var haldinn í Skyrgerðinni í Hveragerði. Deildin var 35 ára 29. apríl síðastliðinn.
Lesa meira

Gammasystur í heimsókn 11. apríl 2024

Fundur var haldinn á Selfossi að þessu sinni. 20 systur úr Gammadeild komu í heimsókn. Mæting var í Skyrlandinu í Mjólkurbúinu í Mathöll Selfoss.
Lesa meira

Fundur í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn

Annar fundur þessa árs var haldinn í Þorlákskirkju, Þorlákshöfn seinni partinn í dag. Mæting var góð að venju.
Lesa meira

Bókafundur í byrjun árs

Bókafundurinn var haldinn að Iðu í Biskupstungum á heimili Espilon-syturinnar Elinborgar Sigurðardóttur.
Lesa meira

Jólfundur í Vínstofu Friðheima í Reykholti

Jólafundur Epsilon-systra var haldinn í Vínstofu Friðheima, Reykholti 29. nóvember kl. 17. Veðrið var dásamlegt, sumarfæri sem gerir gæfumuninn þegar systur koma langt að. Umhverfið var skemmtilegt og gaf tóninn fyrir góðan og skemmtilegan fund.
Lesa meira

Lykill að læsi - málþing

Lykill að læsi- málþing um læsi í víðum skilningi á öllum skólastigum var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 26. október síðast liðinn. Málþingið var vel sótt enda þrjú áhugaverði erindi á dagskrá sem fjölluðu um málþroska, orðaforða, læsi og leiðir.
Lesa meira

Inntökufundur í Tryggvaskála á Selfossi 3.okt. 2023

Fundurinn hjá Epsilon-deild sem haldinn var í Tryggvaskála 3. október var sérstakur að því leyti að teknar voru inn í deildina sex nýjar konur. Þær Agneta Figlarska kennsluráðgjafi, Berglind Friðriksdóttir sálfræðingur, Harpa Björnsdóttir leikskólakennari, Jóhanna Einarsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Margrét Steinunn Guðjónsdóttir grunnskólakennari og djákni og Sigríður Munda Jónsdóttir prestur.
Lesa meira

Vetrarstarfið hófst í Skrúfunni á Eyrarbakka

Epsilon-systur mættu glaðar og kátar á fyrst fund vetrarins sem haldinn var í Skrúfunni á Eyrarbakka. Það var vel mætt og nokkrar konur komu sem ætla að ganga inn á næsta fundi sem haldinn verður í Tryggvaskála, þriðjudaginn 3. okt. næst komandi.
Lesa meira