Fundur í Þjórsárskóla
Guðbjörg hélt erindi um hvernig samtökin starfa sem var afar fróðlegt og gagnlegt. Félagskonur voru sammála um að það væri alltaf gott að rifja upp markmið félagsins og hagnýtar upplýsingar. Að öðru leyti voru almenn fundarstörf í heiðri höfð: Félagskonur boðnar velkomnar, kveikt á kertunum þremur, orð til umhugsunar sem Ester Hjartardóttir flutti, happdrætti og önnur mál.
Á boðstólnum var dýrindis kjúklingasúpa og heimabakað brauð. Espilonsystur fóru mettar og endurnærðar af fundinum.
Þetta var fyrsti fundur sem Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir nýkjörinn formaður stjórnaði og fórst henni það mjög vel úr hendi.