Ferð til Reykjanesbæjar
Eftir hádegisverð fórum við í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem er með flottari tónlistarskólum landsins enda voru þær Þetasystur Karen aðstoðarskólastjóri og Geirþrúður deildarstjóri stoltar þegar þær sögðu okkur frá starfi skólans. Þennan dag voru einmitt Píanódagar í skólanum og efndu píanó-, harmoníku- og hljómborðsnemendur að því tilefni til styrktartónleika fyrir langveik börn í Reykjanesbæ. Ester píanónemandi lék fallega fyrir hópinn áður en við litum við í Rokksafnið í Hljómahöll.
Við enduðm ferðina í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú hjá Fidu í geoSilica sem er að vinna hágæða kísil- heilsuvörur fyrir íslenskan og erlendan markað og Helgu hjá Mýr Design. Það var fróðlegt að heyra um starfsemi þessara fyrirtækja og afskaplega vel tekið á móti okkur.
Við þökkum Þetrasystrum fyrir frábærar móttökur og skemmtileg kynni.