Fundur í Ásaskóla

Fundinn setti Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir formaður, bauð fundarkonur velkomnar og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Orð til umhugsunar flutti Guðríður Egilsdóttir kennar í FSu. Hún sagði frá námi á sviði matvælaiðngreina sem hún hefur umsjón með og stýrir. Námið er sniðið fyrir þá sem vilja verða kokkar, bakarar, þjónar eða kjötiðnaðarmenn. Á Suðurlandi eru aðstæður mjög góðar til verknáms þar sem mikil gróska er í matvælaiðnaði og þörf fyrir fagfólk í öllum greinum.

Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson kynntu sögu hússins frá upphafi til dagsins í dag. Þau hjónin eru bæði tónlistarkennarar og sungu fyrir systur dúetta og spiluðu á píanó í bland við frásögn af húsinu, listaverkunum og eigin lífi og skapaði þetta einstaka stemmningu í stofunni.

Eftir fundinn var dýrindis súpu snædd að hætti hússins með heimabökuðu brauði. Áfram hélt spjallið í notalegu umhverfi þar til haldið var heim á leið.