Fundur í Hveragerði
20.11.2014
Síðdegis í dag var annar fundur vetrarins haldinn í Hveragerði. Við hittumst
í grunnskólanum og þar hlýddum við á frábært erindi sem Guðrún Tryggvadóttir flutti. Hún kallaði erindið
„Nokkrir punktar frá fyrstu 56 árum.“ Hún sagði frá ævi sinni, námi og starfi í máli og myndum. Hún lærði
í Myndlista-og handíðaskóla Íslands, í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi. Hún heldur úti vefnum Náttúra.is sem hún hannaði.
Við héldum svo í Veitingahúsið Varmá – Hveragerðiog fengum okkur humarsúpu og heimabakað
brauð. Fallegur staður í fallegu umhverfi.