Haustferð að Laugarvatni
Við gengum þaðan upp að styttu Jónasar Jónssonar frá Hriflu í hlíðum Laugarvatnsfjalls. Jónas horfir í átt að Héraðsskólanum sem var byggður fyrir hans tilstilli 1928 og teiknaður af Guðjóni Samúelssyni. Við systur sungum þarna nokkur lög honum til heiðurs.
Við skoðuðum Héraðsskólann með leiðsögn Erlu Þorsteinsdóttur. Af því loknu snæddum við hádegisverð í skólanum og héldum óformlegan fund. Erna Ingvarsdóttir lét af embætti formanns og bað nýjan formann, Ingibjörgu Þorgerði Þorleifsdóttur, að taka við stjórninni.
Við þökkum fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf og óskum nýrri stjórn alls hins besta í starfi sínu næstu tvö ár.