Síðasti fundur vetrar
02.06.2017
Guðrún Þóranna var með Orð til umhugsunar. Hún sagði okkur frá spennandi verkefni sem hún tók þátt í vetur en hún kenndi sýrlenskum flóttamönnum íslensku á vegum Fræðslunetsins á Selfossi. Þetta voru tvær fjölskyldur, tvenn hjón og tvö ungmenni, búsett á Selfossi og í Hveragerði.
Sigríður Inga Sigurðardóttir blaðamaður sagði okkur frá hvernig var að vera mamma skólabarna í Sviss og Singapúr. Núna er hún mamma skólabarna á Íslandi.
Happdrættið var á sínum stað.
Við snæddu síðan ljúffengan kvöldverð áður en við gengum út í kvöldsólina endurnærðar eftir fróðleg og skemmtileg erindi og gefandi samveru.