Þetasystur heimsækja Epsilonsystur
Leiðin lá síðan í Grunnskólann í Þorlákshöfn þar sem við skoðuðum yngsta hluta skólans; anddyrið og vinnuaðstöðu kennara. Ingibjörg Þ. sagði okkur frá starfi sínu við skólann sem sérkennari.
Við skunduðum síðan á Hendur í Höfn og borðuðum súpu og brauð.
Við héldum þaðan á Eyrarbakka og þar byrjuðum við á að heimsækja Konubókastofu. Rannveig Anna Jónsdóttir upphafsmaður að stofnun safnsins tók á móti okkur og sagði okkur tilurð þess og sögu.
Lýður Pálsson safnstjóri beið eftir okkur í Húsinu - Byggðarsafni Árnesinga og sagði nokkur orð áður en við lögðum upp í skoðunarferð um elsta íbúðarhús landsins.
Það vara gaman að fá Þetasystur í heimsókn.