Vetrarstarfið að hefjast
01.10.2012
Nú fer vetrarstarf Epsilondeildar senn að hefjast og mikill hugur í konum og tilhlökkun. Fyrsti fundur verður haldinn í Tungu í Flóahreppi
laugardaginn 13. október kl. 11.00 þar sem fallega Sveitabúðin Sóley er til húsa og við fáum að skoða. Margrét Pálína
ætlar að fræða okkur um för sína til Kúbu þar sem hún vann við uppskeru. Matarmikil súpa verður á boðstólnum.