Vorfundur Epsilondeildar var haldinn í Skálholti 23. maí 2019
Börg Björnsdóttir var með orð til umhugsunar og pistill hennar fjallaði um þakklæti; mikilvægi þess að þakka fyrir það sem maður hefur og á. Þakklætið er nátengt hamingjunni og andstaða þess að gera kröfur. Hún las einnig upp úr bók Gunnars Hersveins Gæfuspor – gildin í lífinu, þar sem hann fjallar um þakklætið.
Elinborg sagði frá Sambandi sunnlenskra kvenna sem var stofnaði 1928 og er samband kvenna í Árnes- og Rangárvallasýslu. Innan SSK starfa um 1000 konur í 26 kvenfélögum. Elinborg hefur verið formaður samtakanna síðast liðin fimm ár. Af stórum verkefnum SSK má nefna englaverkefni, nýburahúfur og myndverk sem unnið var í tilefni 85 ára afmælis sambandsins. Allar tekjur af verkefnum SSK renna til góðgerðamála. Kvenfélögin hafa verið mikilvægur þáttur í samhjálp og félagsþjónustu á landsvísu í gegnum tíðina.
Guðlaug Jónsdóttir var tekin inn í Epsilondeild með pompi og prakt. Við erum afaskaplega ánægðar að fá hana í deildina okkar.
Þær nöfnur, Ingibjörg Einars og Ingibjörg Þ. fóru yfir skráningu á Evrópuráðstefnu DKG sem haldin verður í Reykjavík 25.-27. júlí. Þær hvöttu systur til að skrá sig. Undirbúningur ráðstefnunnar gengur mjög vel og margt fróðlegt og skemmtilegt í boði.
Ingibjörg E. spjallaði einnig um upplestrarkeppnirnar stóru (7. bekk) og litlu (4. bekk) sem hún er upphafsmaður að og hún starfar við. Hún tók talkórs æfingu með okkur í lokin eins og nemendur í 4. bekk æfðu í vetur.
Epsilondeildin er 30 ára á þessu ári. Kallað var eftir áhugasömum systrum í undirbúningsnefnd sem gáfu sig reyndar strax fram.
Góður matur snæddur og happdrættið á sínum stað.