Fyrsti fundur haustsins 2010
26.09.2010
Mánudaginn 27. september kl. 18:30 hefst fyrsti fundur okkar í Iotadeild. Fundurinn verður í raun tileinkaður stórum viðburði í okkar
vestfirska samfélagi, en það er opnun Bolungarvíkurganga. Þessi mikla samgöngubót gerir okkur DKG konum ekki síst léttara fyrir að hittast
án þess að þurfa að hafa áhyggjur af veðri og vindum en Óshlíðin tilkomumikla og hættulega hefur stundur verið okkur
þrándur í götu við að hittast þegar illa viðrar yfir veturinn. Nú er því tímabili endanlega lokið og við jafnt sem
aðrir íbúar svæðisins getum óhindrað ekið leiðina milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar.
Við höfum ákveðið að fara saman á Náttúrugripasafnið á þessum fyrsta fundi hauststins og skoða þar sérstaka
sögusýningu sem sett hefur verið upp í tilefni af opnun ganganna. DKG konur hafa áður heimsótt Náttúrugripasafnið og
Náttúrustofu og hlýtt þar á forstöðumanninn Þorleif Eiríksson kynna starfsemina. Þessa sögusýningu
Óshlíðarinnar má enginn hins vegar láta framhjá sér fara og því ákváðum við að breyta örlítið
út af áður auglýstri dagsskrá og skella okkur á sýninguna. Að því loknu njótum við matar heima hjá formanninum,
Soffíu Vagnsdóttur.
Það er gaman að vetrarstarfið skuli vera hafið.