Bréf frá formanni, 13. september 2011

Sælar allar ágætu Lambdasystur. Takk fyrir síðast, þið sem fóruð í gönguferðina góðu um Garðahverfi á fyrsta fundi haustsins. Þessi gönguferð var ein af þessum skemmtilegu samverustundum sem Lambdadeild hefur átt, Ólöf á heiður af skipulagningu hennar og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Þá er komið að boðun næsta fundar, ásamt því að kynna fundaáætlun vetrarins.

Næsti fundur Lambdadeildar verður haldinn í Áslandsskóla fimmtudaginn29. september og hefst kl. 20:00, stundvíslega. Vinsamlega takið með ykkur gott skap og kr. 500, (greiðsla f. kaffiveitingar).

Fundarefni:
1. Fundarsetning, tendrun kerta.
2. Markmið DKG.
3. Þema vetrarins.
4. Orð til umhugsunar.
5. Ákvörðun um árgjald.
6. Formaður segir frá fundi framkvæmdastjórnar DKG á Íslandi.
7. Önnur mál.

Fundaáætlun að loknum fundi 29. september er sem hér segir:

29. október, kl. 18:00
29. nóvember, kl. 20:00.
16. janúar, kl. 18:00.
01. mars, kl. 20:00
12. apríl, kl. 16:30.

Fundir vetrarins verða þannig 7 alls, í maíbyrjun er svo landsfundur að auki, sem gaman væri að Lambdasystur fjölmenntu til.
Í vetur ætlum við að taka okkur sérstaklega á hvað varðar stundvísi og tilkynningar um mætingar. Festa í þeim málum gerir starfið auðveldara og skemmtilegra, hægt verður að áætla veitingar nákvæmar og við getum frekar gefið okkur tíma til umræðna, hefjist fundir stundvíslega, auk þess sem það setur góðan blæ á starfið.

Hlakka til að sjá ykkur - munið að tilkynna mætingu og forföll til formanns!

F.h. stjórnar Lambdadeildar,
Iðunn