Ég sé mig sjáandi
17.01.2016
Björg Eiríksdóttir opnaði sýningu á verkum sínum á bókasafni HA síðast liðinn fimmtudag. Við hvetjum deilarkonur til að skoða sýningu hennar sem er hluti af meistaraverkefni Bjargar og hún gaf okkur innsýn í á fundi í maí í fyrra.
Verkin sem Björg sýnir á bókasafni Háskólans á Akureyri eru unnin í tengslum við meistaraprófsrannsókn hennar þar sem hún mótar námsefni í teikningu með aðferðum starfenda- og listrannsókna. Námsefnið ber titilinn Ég sé með teikningu. Á sýningunni verða teikningar; tvívíðar, þrívíðar, á hreyfingu, í lit og hljóði og er titill sýningarinnar Ég sé mig sjáandi en þar er vísað í orð Maurice Merleau-Pontys heimspekings og fyrirbærafræðings. Þetta er áttunda einkasýning Bjargar og hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Opnun verður þann 14. janúar kl. 16:00-18:00 og varir sýningin til 19. febrúar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Opnunartími bókasafnsins er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 8:00 16:00 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:00 18:00. Lokað um helgar