Bókafundur

Fyrsti fundur ársins verður haldinn í Naustaskóla 29. janúar kl. 19:00. Þessi fundur er jafnframt fyrsti bókafundur deildarinnar.  Dagskrá fundarins hefst á lestri fundagerða og molum frá stjórn. Síðan taka við bókaleikur, kynningar og umræður um nýjar bækur. Og að sjálfsögðu verða veitingar um miðjan fund. 

Í molum frá stjórn verður m.a. rætt um vorþing landssambandsins sem haldið verður 10. maí á Ísafirði. Er það von stjórnar að sem flestar sjái sér fært að koma á þingið. Til stendur að slá saman í rútu með konum í Betadeild. 

Sjáumst í Naustaskóla á næsta miðvikudagskvöld.