Fjórar nýjar konur í Mý deild
28.03.2014
Fjórar konur voru teknar inn í Mý deild á síðasta fundi sem haldinn var í Síðuskóla miðvikudaginn 26. mars sl.
Björg Eiríksdóttir, María Aðalsteinsdóttir, Sigríður Víkingsdóttir og Ólöf Inga Andrésdóttir gengu í
Mýdeild á þessum fundi.
Þema vorannarinnar er grunnþátturinn heilbrigði og velferð. Halldór Sig. Guðmundsson félagsráðgjafi kynnti skýrsluna Farsæld. Baráttan gegn fátækt á Íslandi. Hann sagði frá tilurð skýrslunnar, tillögunum sem
þar eru lagðar fram og hvernig væri hægt að vinna með þær í félagsskap eins og DKG.
Birna María Svanbjörnsdóttir var með orð til umhugsunar og velti fyrir sér hvort og þá hvernig það að við reynum að gera
margt í einu (multitasking) og það að rækta með sér núvitund getur farið saman. Að því loknu lagði hún krossglímu
fyrir fundarkonur þar sem þær skráðu þau orð sem þær tengdu við heilbrigði og velferð.
Næsti fundur Mýdeildar er aðalfundur deildarinnar. Hann verður haldinn þann 29. apríl á Dalvík.