Fréttabréfið og konfektið
17.10.2013
Heimasíða Mý deildar hefur verið uppfærð miðað við vetrarstarfið 2013-2014. Skipulag
vetrarstarfsins hefur verið uppfært og þar geta deildarkonur séð dagsetningar fundanna og hverjar sjá um fundinn hverju sinni. Staðsetningar fundanna
koma svo inn þegar ljóst er hvar þeir verða haldnir. Staðsetning er líka sett inn á dagatal heimasíðunnar hér til vinstri og send í
fundarboði í tölvupósti.
Fréttabréf deildarinnar eiga sér nú sérstaka síðu innan heimasíðu deildarinnar. Þar er
að finna öll fréttabréfin sem voru send til deildarkvenna á vorönn 2013. Fréttabréf komandi vetrar munu svo safnast saman þar
jafnóðum og þau verða send út. Fyrsta fréttabréf haustannar 2013 er áformað í lok október.
Konfektið hefur líka fengið sérstaka síðu. Þar er kynning á verkefninu og einnig er hægt að
sjá yfirlit yfir hvenær hver og ein færir systrum sínum konfektmola.
Með þessum verkefnum er hægt að segja að deildin leggi sitt af mörkum til að uppfylla einkunnarorð núverandi stjórnar
landssambansins: Styrkjum tengsl til framtíðar.