Jólafundur Mýdeildar
02.01.2012
Miðvikudaginn 30. nóvember var komið að fyrsta jólafundi Mýdeildar og voru konurnar í Betadeildinni svo elskulegar að bjóða okkur að vera
með þeim á sameiginlegum jólafundi. Við mættum í VMA um kvöldið, en þar var fundurinn haldinn og röðuðum við okkur
þannig í sæti að konur úr Mýdeild og Betadeild sátu hlið við hlið.
Eftir að Þorgerður formaður Betadeildar hafði sett fundinn á hefðbundinn hátt með því að kveikja á kertunum þremur, flutti
hún okkur kveðjur frá fjarstöddum félögum. Að því loknu voru lesin orð til umhugsunar; jólasaga og jólaljóð.
Síðan kynntu konur sig fyrir hinum fundargestum, hvað þær hétu, hvaðan þær kæmu og hvenær þær höfðu byrjað
í Delta Kappa Gamma. Áður en byrjað var á jólamatnum, spilaði Petrea í Mýdeild falleg lög á flautu.
Jólahlaðborðið var mjög fjölbreytt og flott; síldarréttir, paté, lax, rúgbrauð, salöt og fleira, en konur úr báðum stjórnum lögðu til matinn.
Þegar allar voru orðnar saddar, flutti gestur kvöldsins, Anett Blischke olíujarðfræðingur hjá Orkustofnun, erindi um jólin í Austur-Þýskalandi, en þaðan er hún ættuð. Var mjög áhugavert að hlusta á hana, margt ólíkt og einnig margt líkt í okkar jólasiðum og venjum.
Happdrætti var næst á dagskrá, og eftir létt spjall, kaffi og konfekt var fundi slitið.
Þetta var mjög ljúf og góð kvöldstund í góðum félagsskap og þökkum við Betadeildinni kærlega fyrir gestrisnina.
Jólahlaðborðið var mjög fjölbreytt og flott; síldarréttir, paté, lax, rúgbrauð, salöt og fleira, en konur úr báðum stjórnum lögðu til matinn.
Þegar allar voru orðnar saddar, flutti gestur kvöldsins, Anett Blischke olíujarðfræðingur hjá Orkustofnun, erindi um jólin í Austur-Þýskalandi, en þaðan er hún ættuð. Var mjög áhugavert að hlusta á hana, margt ólíkt og einnig margt líkt í okkar jólasiðum og venjum.
Happdrætti var næst á dagskrá, og eftir létt spjall, kaffi og konfekt var fundi slitið.
Þetta var mjög ljúf og góð kvöldstund í góðum félagsskap og þökkum við Betadeildinni kærlega fyrir gestrisnina.