Ný stjórn kosin á aðalfundi

Nýja stjórnin. Frá vinstri, Dagbjört, Ingibjörg og Bryndís. Á myndina vantar Ragnheiði
Nýja stjórnin. Frá vinstri, Dagbjört, Ingibjörg og Bryndís. Á myndina vantar Ragnheiði
Það var vel mætt á vorfund Mý deildarinnar sem var haldinn að Húsabakka í Svarfaðardal í gær. Eftir að hafa fræðst um Náttúrusetrið á Húsabakka og Friðland Svarfdæla hjá Hjörleifi Hjartarsyni og snætt fiskisúpu í gamla mötuneyti Húsabakkaskóla var haldið yfir að félagsheimilinu Rimum og haldinn aðalfundur deildarinnar. Á fundinum var kosin ný stjórn og hana skipa:

Bryndís Björnsdóttir
Dagbjört Ásgeirsdóttir
Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnheiður Júlíusdóttir
 
Þann 10. júní n.k. hittast fráfarandi stjórn og sú nýkosna. Á þeim fundi fara fram formleg stjórnarskipti. 

Fundargerð aðalfundar er komin á vef deildarinnar.