Velkomin á vef Alfadeildar

Alfadeildin, fyrsta deild DKG samtakanna á Íslandi, var stofnuð 7. nóvember 1975 í Reykjavík. Nokkru áður hafði Maria Pierce komið til landsins og haldið fund með íslenskum konum sem voru framarlega í flokki þeirra kvenna sem störfuðu að skólamálum.

Stofnfélagar voru kennarar af öllum skólastigum. Það þótti nokkur nýlunda þegar kennarar af öllum skólastigum sameinuðust í einu félagi en það reyndist mikill styrkur.

Fyrst í stað voru fundir haldnir í heimahúsum en eftir að konum í deildinni fjölgaði hafa þeir verið haldnar æ oftar í skólum og stofnunum.

Stofnfélagar Alfadeildar voru 18 en núna eru félagar 39 talsins (ágúst 2024). Fyrstu árin beindi deildin m.a. kröftum sínum að því að lesa og fara í gegnum frumvörp til laga um skóla- og menntamál, skrifa umsagnir um þau og senda Alþingi. Má þar nefna frumvörp til laga um grunnskóla, framhaldsskóla og Kennaraháskóla Íslands.

Á síðari árum er algengara að fengnir séu fyrirlesarar til að koma og halda erindi á fundum í deildinni og hefur verið fjallað um ýmis efni tengd menntun og menningu. Enn fremur hafa ýmsar stofnanir verið heimsóttar og þær kynntar.

__________________________________________________________________________________

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.
__________________________________________________________________________________

The Delta Kappa Gamma Society International is not responsible for anything posted to this site and makes no representation as to the accuracy or completeness of information contained in such material. The views expressed on this site do not necessarily represent or reflect the views of The Delta Kappa Gamma Society International. The Delta Kappa Gamma Society International is not responsible for, and disclaims any liability in relation to, anything posted by contributors to, or users of, the site.


Stjórn Alfa-deildar 2024-2026:

Málfríður Þórarinsdóttir, formaður
Fjóla María Lárusdóttir, varaformaður
Nanna Kristjana Traustadóttir, ritari
Aðalheiður Dagmar Matthíasdóttir, meðstjórnandi
______________________________________

Árný Inga Pálsdóttir, gjaldkeri
Kristín Björk Gunnarsdóttir, vefstjóri

Fráfarandi formaður: Hrund Logadóttir

Haustdagskrá Alfadeildar

06.09.2024
Stjórnin hefur sett saman drög að haustdagskránni og biðjum við félagskonur í Alfadeild um að taka eftirfarandi dagsetningar frá.  Viðburðirnir verða svo auglýstir nánar þega nær dregur hverjum og einum þeirra. Smellið á lesa meira!
Lesa meira

Starfsárið 24-25 hefst með heimsókn

27.08.2024
Spennandi starfsár er framundan og fyrsti fundurinn verður 2.október með heimsókn í Bandaríska sendiráðið Engjateigi 7.
Lesa meira

Það er komið að því!

22.09.2023
Fyrsti fundur nýs starfsárs verður haldinn 3. október kl. 16:30 í Veröld, húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 107, 107 Rvík (HÍ).
Lesa meira

Síðasti fundur vetrarins

23.05.2023
Vorfundurinn okkar verður 25. maí kl. 17:00 í Ráðhúsinu í Reykjavík. Þar munu þær Helga Laxdal og Marta Guðjónsdóttir taka á móti okkur.
Lesa meira

Síðasta dag febrúarmánaðar

22.02.2023
Já, þann 28. febrúar er næsti fundur deilkdarinnar og hefst hann kl. 16:00. Þar munu Magnús Ingvason skólameistari og Sigríður Ragna Sigurðardóttir formaður skólanefndar taka á móti félagskonum og kennslustjórar Heilbrigðisskólans munu kynna starfsemina.
Lesa meira