Marsfundur í Alfa-deild
17.03.2015
Næsti fundur deildarinnar verður haldinn þriðjudaginn 17.mars frá kl. 16:30 – 18:00. Fundurinn verður í Kerhólum,
Borgartúni 12 á 7.hæð. Við höldum áfram okkur okkar striki og kynnum nú menntun í
ferðaþjónustu. Við veltum upp þeirri spurningu hvort það skorti tækifæri til menntunar í þessari sístækkandi atvinnugrein
sem ferðaþjónustan er hér á landi. Horfum t.d. á menntun í tengslum markaðssetningu, við móttöku ferðamanna, skipulagningu
ferða, umgengni við náttúruna o. fl. Á þennan fund koma þrjár konur sem hafa látið að
sér kveða í ferðaþjónustunni, hver á sinn hátt. Þær eru: Margrét Reynisdóttir, sem hefur tvær meistaragráður tengdar ferðaþjónustu, ritað fimm
bækur um þá þjónustu og útbúið kennslumyndbönd að auki. María
Guðmundsdóttir, fræðslustjóri hjá SAF – Samtökum ferðaþjónustunnar. Ingunn Gísladóttir, sem hefur rekið heimagistingu í Grjótaþorpinu undanfarin 3 ár.
Hún lýsir reynslu sinni af rekstrinum.
Stjórnin hvetur ykkur til að fjölmenna enda býður efni fundarins upp á áhugaverðar umræður.
Myndin sem fylgir fréttinni er tekin á fundinum.