Viðurkenningar og heiður til handa Alfakonum

Sigrún Klara Hannesadóttir hlaut í ágúst æðstu viðurkenningu DKG samtakanna, International Achievement Award, í Amsterdam í sumar. Þessi viðurkenning er veitt konu sem lagt hefur á sig mikið og óeigingjarnt starf í þágu samtakanna.  Einnig hlaut Kristín Jóhannesdóttir viðurkenningu í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Viðurkenningin var afhent á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar sem haldið var fimmtudaginn 14. nóvember 2013 í  en þema þess var Íslenska sem annað mál og börn með erlendan bakgrunn í íslensku skólakerfi​. Kristín er skólastjóri Fellaskóla, þar sem rúmlega helmingur nemenda býr við annað tungumál en íslensku á heimili.  Sjöfn Sigurbjörnsdóttirvar tilnefnd í "Nomination Committee" og verður valin í á næsta alþjóða þingi  2014. Hér er um mikið embætti að ræða og Sjöfn er fyrsta íslenska konan til að gegna því.  Við samgleðjumst þeim stöllum og óskum þeim innilega til hamingju.