Starfsvenjur Deltadeildar
Reglur um inntöku nýrra félaga.
Fundarboð á deildarfundi:
- 1. fundur (viðeigandir raðtala) Deltadeildar verður haldinn þann ... (viðeigandi dagsetning).
- Dagsetning.
- Fundarstaður.
- Tími (upphafstími og áætluð fundarlok).
- Dagskrá fundar.
- Matur – hvað er á boðstólum – hvar – og verð.
Fyrirkomulag deildarfunda:
- Formaður setur fund.
- Kveikt á kertum – Félagskonur skiptast á.
- Nafnakall – Félagskonur sem ekki mæta gera formanni grein fyrir fjarveru sinni í tölvupósti.
- Orð til umhugsunar. Stutt innlegg (ca. 5 mín) frá félagskonu áður en gengið er til dagskrár.
- Fundargerð. Ritari les fundargerð síðasta fundar.
- Aðalefni fundar.
- Lagið mitt.
- Happdrætti. Stundum haft undir kvöldverði. Sú sem fékk vinning síðast kemur með næsta vinning. Verð: Einn miði kr. 300.-; tveir miðar kr. 500.-; þrír miðar kr. 800.-, fjórir miðar kr. 1000.-
- Önnur mál.
- Fundi slitið.
Aðrir liðir:
- Af félagskonum – Félagskonur segja frá lífshlaupi sínu. 10 - 15 mínútur.
- Kynningar/heimsóknir. Þegar utanaðkomandi aðilar eru heimsóttir eða koma með kynningar á starfsemi sinni inn á fundi þá er það iðulega fyrsti liður á dagskrá.
Aðrar venjur:
- Gestum sem mæta á fundi er boðið í mat.
- Deltasystur sem eiga stórafmæli á árinu fá afhenta rós.
Síðast uppfært 10. mar 2020