21.03.2013
Næsti fundur Iota deildar verður fimmtudaginn 21. marz. Við hittumst í Fab Lab þar sem Albertína Elíasdóttir ætlar að segja okkur frá
starfseminni.
Lesa meira
18.02.2013
Nú er bókalistinn okkar kominn á síðuna undir bókafundir hér til vinstri. Nú er bara að hefja lesturinn!
Lesa meira
19.02.2013
Við ætlum að hittast í Bræðraborg að þessu sinni og fræðast um starfsemina hjá þeim Nanný og Ásgerði.
Lesa meira
18.11.2012
Við vorum víst búnar að ræða það að hittast frekar kl. 19 svo það er réttur tími á fimmtudaginn :-)
Lesa meira
18.11.2012
Við héldum okkar fyrsta fund á Gamla sjúkrhúsinu þann 18. september en hófum fundinn þó í Neðstakaupstað. Þar
fræddumst við aðeins um kaupstaðinn og gengum svo sem leið lá um bæinn i sögugöngu. Það var býsna kalt og því flestar fegnar
að komast í hús þar sem okkar beið yndisleg fiskisúpa sem Bryndís sá um.
Aðalbjörg var með orð til umhugsunar og ræddi um nærumhverfið, hversu mikilvægt það er að þekkja það og temja sér
þau orð sem notuð eru í nærumhverfinu.
Að venju brast hópurinn á með söng, svona til að hita sig upp fyrir súpuna og kaffið.
Okkur gafst líka tækifæri til að skoða sýningu á verkum Þórdísar Egilsdóttur sem var sal Listasafnsins en
Þórdís var einstök hannyrðakona og fóru verk eftir hana víða um heim.
Lesa meira
17.11.2012
Þann 5. október s.l. héldum við upp á alþjóðadag kennara
Lesa meira
14.03.2011
Á fundinum okkar í Súðavík kviknaði sú hugmynd að halda hádegisverðarfund, kannski í apríl, þar sem við myndum vera
með áhugaverð fræðsluerindi, elda súpu og baka brauð og bjóða með okkur í það minnsta fimm konum. Hver um sig myndi
síðan greiða 1000 - 1500 krónur í pott fyrir samverustundina.
Lesa meira
14.03.2011
Febrúarfundur okkar í IOTA deild var haldinn í Súðavík 28. febrúar. Það var yndislegt að fá að heimsækja
Súðavíkurskóla þar sem Anna Lind og Jóna Ben, okkar góðu DKG félagskonur tóku á móti okkur.
Lesa meira
21.01.2011
Þriðji fundur haustsins var haldinn 29. nóvember. Að þessu sinni var áherslan lögð á okkar eigin sköpunargleði. Við hittumst í
bílskúrnum hjá Aðalbjörgu og hennar ektamanni, Gísla þar sem þau hjón höfðu undirbúið komu okkar með því
að klippa niður greinar í jólakransa. Síðan nutum við þess að vefja hvern listakransinn á fætur öðrum og fyrr en varði voru
allar komnar með DKG jólakransa til að skreyta heimilið fyrir jólin.
Að því loknu fórum við í næstu götu, í stássstofu Eddu og hennar fjölskyldu. Þar nutum við matmikillar súpu
með heimabökuðu brauði og héldum hefðbundin félagsfund IOTA deildar.
Orð til umhugsunar var Andrea með en hún velti fyrir sér trúarbragðakennslu, ólíkum viðhorfum til trúarbragðakennslu í
skólum og sköpuðust skemmtilegar og áhugaverðar umræður um málefnið. Auðvitað bar listir og menningu á góma og svo margt, margt
annað. Það voru nærðar og ánægðar DKG konur sem héldu heim að fundi loknum, sem að þessu sinni dróst aðeins framyfir tveggja
tíma hefðbundinn fundartíma.
Lesa meira
21.01.2011
Þriðji fundur haustsins var í lok nóvember. Eins og áður er áherslan á listir og sköpun. Að þessu sinni leyfðum við eigin
sköpunarþörf að njóta sín. Við hófum samverustundina á því að búa til jólakransa úr lifandi greinum í
bílskúr einnar félagskonu þar sem eiginmaður hennar aðstoðaði við að klippa niður greinar.
Lesa meira