Fréttir

Aðalfundur

Næsti fundur verður þriðjudaginn 15. apríl og þetta er aðalfundurinn! Við hittumst á sama tíma og venjulega, kl. 18.30, í Menntaskólanum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa þá tökum við nýjar konur inn í félagið. 
Lesa meira

Frá fundinum í Háskólasetri

Við Jóta-konur áttum saman góða stund í Háskólasetrinu. Herdís Pála fræddi okkur m.a. um markþjálfun og Steinunn var með orð til umhugsunar. Við nutum gestrisni Kristínar í Háskólasetrinu og þáðum hjá henni dýrindis pasta.
Lesa meira

Minni á næsta fund

Næsti fundur verður fimmtudaginn 20. marz í Háskólasetri. Að þessu sinni kynnum við okkur markþjálfun.
Lesa meira

Bókafundurinn

Nú styttist í bókafundinn en hann er áætlaður 20. janúar, ennþá er því tími til að undirbúa sig og skella sér í að lesa skemmtilegar bækur :-)
Lesa meira

Soffía Vagnsdóttir sæmd fálakorðunni

Hún Soffía okkar var sæmd fálkaorðunni þann 1. janúar s.l. og er hún vel að því komin. Við óskum henni innilega til hamngju !
Lesa meira

Á flekamótum - myndir frá ráðstefnunni

Lesa meira

Soffía í vísindaporti

Soffía Vagnsdóttir var með erindi í vísindaporti 25. október sem nefndist "Bolungavík - breyta þorpi í þjóðbraut" en það  er heiti lokaritgerðar hennar í meistaranámi í menningarstjórnun.
Lesa meira

Fundur 24. september í Háskólasetri

Á fyrsta fundinum ætlar Kristín Ósk að segja frá M.A ritgerð sinni. Bryndís verður með orð til umhugsunar og þær Sigurlína og Dagný sjá um matinn. Við fáum tvo gesti á fundinn sem ætla að kynna sér félagsskapinn. Að venju byrjar fundurinn kl. 18.30. 
Lesa meira

Dagsetningar á fundum veturinn 2013-14

Nú eru komnar dagsetninga á fundina hjá okkur í vetur en dagskráin er ekki alveg komin á hreint svo hún verður birt um leið og allt er klappað og klárt. Fyrsti fundur er 24. september. Þann 26.10 verður ráðstefnan okkar. Síðasti fundur fyrir jól verður 26. nóvember. Við hefjum svo nýtt ár með fundi 20. janúar. Fram til vors hittumst við 18 febrúar, 20 marz og 20. apríl. Þann 10. maí verður landssambandsþing DKG haldið á Ísafirði og við endum starfið á vorferð 23. maí.
Lesa meira

Hittumst á Hlíf hjá Mörtu kl. 18.30

Næsti fundur hjá okkur er mánudaginn 22. apríl og hefst stundvíslega kl. 18.30. Hittumst í kjallaranum á Hlíf 2 en þar er Marta Ernstdóttir með aðstöðu.
Lesa meira