Fréttir

Fundir haustið 2010

Annar fundur vetrarins verður miðvikudaginn 20. október 2010. Þá ætlum við að heimsækja nýstofnaðan leiklistarskóla Kómedíuleikhússins. Það er stofnandinn sjálfur, Elfar Logi Hannesson sem ætlar að taka á móti okkur í húsnæði skólans.
Lesa meira

Fyrsti fundur haustsins 2010

Mánudaginn 27. september kl. 18:30 hefst fyrsti fundur okkar í Iotadeild.  Fundurinn verður í raun tileinkaður stórum viðburði í okkar vestfirska samfélagi, en það er opnun Bolungarvíkurganga. Þessi mikla samgöngubót gerir okkur DKG konum ekki síst léttara fyrir að hittast án þess að þurfa að hafa áhyggjur af veðri og vindum en Óshlíðin tilkomumikla og hættulega hefur stundur verið okkur þrándur í götu við að hittast þegar illa viðrar yfir veturinn. Nú er því tímabili endanlega lokið og við jafnt sem aðrir íbúar svæðisins getum óhindrað ekið leiðina milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Við höfum ákveðið að fara saman á Náttúrugripasafnið á þessum fyrsta fundi hauststins og skoða þar sérstaka sögusýningu sem sett hefur verið upp í tilefni af opnun ganganna. DKG konur hafa áður heimsótt Náttúrugripasafnið og Náttúrustofu og hlýtt þar á forstöðumanninn Þorleif Eiríksson kynna starfsemina. Þessa sögusýningu Óshlíðarinnar má enginn hins vegar láta framhjá sér fara og því ákváðum við að breyta örlítið út af áður auglýstri dagsskrá og skella okkur á sýninguna. Að því loknu njótum við matar heima hjá formanninum, Soffíu Vagnsdóttur. Það er gaman að vetrarstarfið skuli vera hafið.
Lesa meira

Vetrarstarfið 2010 - 2011 að hefjast!

Þá er komið enn eitt haustið og tillhlökkun í að hefja vetrarstarfið okkar. Fyrsti fundur haustsins verður mánudaginn 27. september kl. 18:30. Þá hittumst við á heimili formannsins í Bolungarvík. Vonandi sjá allar sér fært að mæta. Þema fundarins er drög að almennum kafla um aðalnámsskrá grunnskóla. Umræður og athugasemdir ef einhverjar eru. Sjáumst kátar og hressar!
Lesa meira

Vetrarstarfið er að hefjast

 
Lesa meira

Næsti fundur verður í Bolungarvík 27. apríl kl. 19.30

Næsti fundur verður í Bolungarvík 27. apríl kl. 19.30. Mæting er í Náttúrustofu Vestfjarða, gengið inn frá Aðalstræti (á móti félagsheimilinu). Þorleifur Eiríksson forstöðumaður tekur á móti okkur og fer yfir starfsemi safnsins. Eftir að við höfum skoðað safnið förum við heim til Steinunnar að Vitastíg 18 og fáum eitthvað smálegt að narta í, röbbum saman og syngjum nokkur vorlög.
Lesa meira

Bækurnar

Lesa meira

Fundur

Lesa meira

Fyrsti fundur ársins 2009

Fyrsti fundur ársins verður mánudaginn 26. jan. kl 19:30 að Móholti 11 á Ísafirði. Herdís Hübner kemur á fundinn og les úr nýrri þýðingu sinni á bókinni, Borða, biðja, elska. Munið nælurnar.
Lesa meira

Fundur í Heydal

Lesa meira

Bókalisti

Listi yfir bækurnar sem við spjölluðum um á bókafundinum hefur verið settur inn.
Lesa meira