26.05.2010
Aðalfundur Kappadeildar var haldinn 20. maí í sumarbústað Önnu Kristínar Sigurðardóttur á Mýrunum.
Tólf Kappakonur áttu heimangengt þennan dag, fjölmenntu í bíla og brunuðu burt úr bænum um fjögur leytið. Anna Kristín
var þá þegar komin í sumarbústaðinn og beið okkar með mat og drykk. Eftir aðalfundinn fórum við í gönguferð um
svæðið undir leiðsögn Önnu Kristínar.
Lesa meira
12.02.2010
Innilegar þakkir fyrir áhugaverðan og spes fund í gærkveldi (11. febrúar). Kærar þakkir fyrir að hafa þessa fallegu umgjörð um
hann Erla (Guðjóns) og þínar fínu móttökur.
Það er gaman að kynnast nánar og mikill auður og viska sem býr innra með þessum fallega hópi
Ég vil þakka öllum þeim sem voru með innlegg á fundinum í gær, þ.e. þeim Önnu Sigríði, Önnu Kristínu, Erlu
Gunnarsdóttur og Valgerði. Mér fannst þau afar fjölbreytt, einlæg og áhugavekjandi. Reyndar hvert með sínu sérstæða sniði.
Þetta er svo sannarlega eitthvað sem er geymt en ekki gleymt.
Lesa meira
01.02.2010
Fyrsti fundur ársins 2010 verður haldinn í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði 11. febrúar kl. 20:00
Lesa meira
14.10.2009
Annar fundur vetrarins verður haldinn 20. október í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Fundur hefst kl. 20:00.
Dagskrá hefur verið send út til félagskvenna
Lesa meira
10.09.2009
Fysti fundur Kappadeildar verður haldinn 28. september kl. 20:00 í húsnæði landsskrifstofu Rauða kross Íslands að Efstaleiti 9.
Dagskrá hefur verið send til félagskvenna.
Lesa meira
20.05.2009
Kappadeildin okkar er 10. deildin sem stofnuð var innan samtakanna, en við erum við 27 konur í þessari deild. Við höfum haldið sex fundi á árinu
og einn þeirra var með Alfadeildinni. Fyrsti fundurinn okkar var í Árbæjarsafni og tók Guðný Gerður Gunnarsdóttir forstöðukona
safnsins og Kappasystir okkar á móti okkur. Það var afar ánægjulegt að heimsækja safnið, skoða leikfangasýningu og teiga ilminn
frá liðnum tímum, því við þurfum svo sannarlega á minningunum að halda til þess að þekkja uppruna okkar sem vegvísi inn
í framtíðina.
Lesa meira
11.05.2009
Síðasti fundur vetrarins var haldinn þann 7. maí. Farin var menningarferð í miðbæ Reykjavíkur, skoðuð sýning Hörpu
Árnadóttur í Hallgrímskirkju, rölt um Skólavörðustíginn og borðað saman á veitingastaðnum Kryddlegin hjörtu.
Þrátt fyrir brunakulda var okkur öllum hlýtt um hjartarætur þegar við kvöddumst og hlökkum allar til að hittast aftur í haust.
Lesa meira