Vorfundur Delta deildar 2014
30.04.2014
Síðasti fundur starfsársins 2013-2014 og jafnframt aðalfundur var haldinn í Borgarnesi 28. apríl s.l.
Fyrir fundinn heimsóttu Deltakonur frumkvöðulinn Guðrúnu Bjarnadóttir í Hespuhúsinu, þar sem hún lýsti helstu leyndardómum
jurtalitunar.
Eftir góðan kvöldverð í Landnámssetrinu var fundað í arinstofunni. Undir liðnum mér er efst í huga fjallaði Þórunn
Reykdal um kjör fólks fyrr á tímum, sýndi myndir frá tóttum í Snjóöldufjallgarði, sagði frá uppgreftri tóttanna
og lýsti nokkrum dráttum í skáldsögu Þorgríms Þráinssonar, Allt hold er hey, en sögusvið hennar er á þessu
svæði. Segir þar af ungri konu, sem hafði lært jurtalækningar af ömmu sinni, frá lífsbaráttu hennar og lækningum og vist í
áðurnefndum tóttum.
Happadrættið var á sínum stað og hreppti Jónína Erna Arnardóttir vinninginn
Gengið var til aðalfundarstarfa og fráfarandi formaður Þórunn Reykdal flutti skýrslu formanns og Jensína Valdimarsdóttir gjaldkeri lagði fram
reikninga.
Í nýja stjórn tímabilið 2014 - 2016 voru kjörnar Theodóra Þorsteinsdóttir formaður, Dagný Emilsdóttir, varaformaður,
Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir ritari og Guðlaug M Sverrisdóttir meðstjórnandi og óskum við þeim velfarnaðar.