Fréttir frá stjórn Delta á tímum Covid-19

Stjórn Deltadeildar sendi félagskonum eftirfarandi vorkveðju í tölvupósti með von um að bréfið hitti þær allar vel fyrir:
 
Covidfaraldurinn hefur sannarlega haft áhrif á störf okkar og mun hafa það enn um sinn. Í rauninni er ómögulegt að segja hve lengi. Samtökin okkar, bæði á alþjóðavísu, landsvísu og innan hverrar deildar, hafa þurft að laga sig að þessu breytta ástandi samkomubanns og þeirrar einangrunar, sem af því hefur leitt - auk tilhneigingar okkar allra til að fara að öllu með gát og "hlýða Víði".

Stjórn Deltadeildar hittist á fjarfundi 16. apríl og gerði tillögu að viðbrögðum okkar við ástandinu fram til haustsins 2020, á þessa leið: 
  1. Greiða þarf félagsgjöld 12 þús. krónur fyrir 30. júní næstkomandi (gjaldkeri mun senda ykkur bréf innan tíðar).
  2. Allt starf, sem ekki getur farið fram með aðstoð tölvu og internets, fellur niður a.m.k. fram til 20. ágúst 2020.
  3. Leitað verður eftir samþykki/athugasemdum/höfnun á tillögu uppstillinganefndar frá 12.03. 2020 (Tillagan send í viðhengi með tölvupóstinum).
  4. Niðurstöður þeirrar málaleitanar verður send landssambandsstjórn til að hún geti gert grein fyrir nýrri stjórn Deltadeildar 2020-2022.
  5. Fyrsti fundur stjórnar, stjórnarskiptafundur verður fimmtudaginn 20. ágúst að óbreyttu.
  6. Fyrsti félagsfundur deildarinnar verður fimmtudaginn 27. ágúst. Það verður gengið frá venjubundnum störfum aðalfundar og unnið að ráðstefnu haustsins, sjá hér fyrir neðan.
  7. Ráðstefna landssambandsins, sem vera átti laugardaginn 9. maí í Borgarnesi, verður laugardaginn 12. september í Borgarnesi. Reiknað er með okkar aðkomu að ráðstefnunni eins og áætlað var um vorráðstefnuna. Dagskrá ráðstefnunnar hefur verið birt, sjá https://www.dkg.is/is/thing-og-namskeid/vorthing/vorthing-2020
  8. Stjórnin skiptir með sér félögum deildarinnar og hringir í þá nú á vordögum til að fá fréttir af ykkur og ítreka þessa tilhögun og ræða. Þannig megið þið hver og ein eiga von á vinahringingu innan skamms og getið komið með tillögur og athugasemdir, sem verða fluttar stjórninni.
Til þess að þessi áætlun gagnist biður stjórnina hverja og eina ykkar...
  • Að svara þessu bréfi og gefa til kynna, hvort tillögur uppstillingarnefndar megi standa til framtíðar og verði tilkynntar til lands- og alþjóðasamtakanna fyrir 1. júlí n.k. Bréfið getur verið  stílað á einn viðtakanda og farið verður með það sem trúnaðarmál ef þess er óskað. 
  • Einnig að greiða árgjöldin fyrir 30. júní n.k.
Megi gæfan blasa við ykkur,
f.h. stjórnar, með tilhlökkun um næstu samveru og þakklæti fyrir þolinmæði ykkar og þrautseigju,
Jónína Eiríksdóttir