Fundur í Deltadeild 02.10.2024

Fyrsti fundur vetrarins var haldinn kl. 17:30 miðvikudaginn 2. október í Brákarhlíð Borgarnesi Theodóra Þorsteinsdóttirþar sem Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri tók á móti okkur. Nýr formaður deildarinnar Theodóra Þorsteinsdóttir setti fund og kveikti á kertum. Farið var yfir félagatalið og leiðréttingar skráðar og fundargerð síðasta fundar skoðuð og rædd.

Inga Dóra HalldórsdóttirAðalefni fundarins var kynning Ingu Dóru á starfsemi hjúkrunar- og dvalarheimilisins Brákarhlíðar sem sett var á stofn 1971. Inga Dóra ræddi um Brákarhlíðarfjölskylduna sem samanstendur af heimilisfólki, starfsfólki og aðstandendum og sagði mikið er lagt uppúrþví að fólkinu líði vel í heimilislegu umhverfi, daglegt starf væri fjölbreytt og margt gert til dægrastyttingar og skemmtunar. Meðal starfsfólks væri mikil þekking og mannauður og álögð hersla á endurmenntun og fræðslu hópsins. Á heimilinu starfa auk annarra starfsmanna iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari og læknir í hlutastarfi. Mikil og góð samskipi og samvinna eru við aðstandendur sem stuðlar að því að hægt sé að hlúa vel að heimilisfólkinu og veita enn betri þjónustu. 

Ingu Dóru var færð rós í þakklætisskyni fyrir kynninguna og gekk hún síðan með hópnum um heimilið og sýndi húsakynni og aðstöðu.

Jónína Erna Arnardóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, Theodóra Þorsteinsdóttir, Inga Dóra Halldórsdóttir

Kvöldverður

Halldóra Jónsdóttir og fundarkonur

 

Nýjar stjórnarkonur ferngu rósir. Kvöldverður var snæddur á Hótel Vesturland. Þar flutti Halldóra Jónsdóttir Orð til umhugsunar. Sagði hún meðal annars frá skemmtilegu verkefni sem hún kom á laggirnar og fékk aðra til liðs við sig. Verkefnið kallast Kellingarnar. Það byrjaði þannig að 2015 voru auglýstir styrkir til verkefna til að minnast 100 ára kosningaréttar kvenna. Halldóra sótti um og fékk styrk og var þetta því fyrsta verkefnið. Áhersla er á fræðslu, miðlun, samveru og útiveru sem er gjarnan í formi göngu. Þetta verkefni hefur síðan orðið að árlegri hefð sem oft er tengd öðrum menningarviðburðum á Akranesi. Meðal þess efnis sem Kellingarnar hafa tekið fyrir er rithöfundar á Akranesi, útgerð, Bragi Þórðarson og saga Garða.

Theodóra ræddi mögulegt samstarf við Zonta vegna söfnunar í Menntasjóð Mæðrastyrksnefndar. Myndi það fara fram 8. mars. Var því vel tekið. Einnig var rætt um samstarf við aðrar deildir DKG og um fjölgun í deildinni.

Happdrættið var á sínum stað og fékk Theodóra vinninginn frá Sigrúnu Jóhannesdóttur. Vinningurinn var, í takt við bleikan október, bleik freyðivínsflaska og spil.

Sigrún Jóhannesdóttir, Theodóra ÞorsteinsdóttirTheodóra Þorsteinsdóttir Jónína Erna Arnardóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, Halldóra Jónsdóttir, Jóhanna Karlsdóttir, Jónína Eiríksdóttir, Inga Dóra HalldórsdóttirGuðlaug Sverrisdóttir, Ásta Egilsdóttir, Brynja Helgadóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Elísabet Jóhannesdóttir

Fundi var síðan slitið kl. 20:30