Fundur í Deltadeild 19. febrúar 2025
Þriðji fundur Deltadeildar var haldinn á veitingahúsinu “Hjá Jóni” við Austurvöll og hófst kl. 18:30. Theodóra Þorsteinsdóttir formaður setti fundinn og Sigrún Jóhannesdóttir kveikti á kertum. Síðan var hefðbundið nafnakall og kveðjur. Mjög góð mæting var á fundinn en níu félagskonur komust þó ekki af ýmsum ástæðum.
Jóhanna Karlsdóttir flutti Orð til umhugsunar. Hún nefndi orð sín Traust og tækifæri og fjallaði þar um eigin reynslu og áhrifavalda í lífinu, þakklát fyrir allt það traust og þau tækifæri sem hún hafði notið í bernsku og menntun.
Að venju var bókaumfjöllun á fyrsta fundi í upphafi nýs árs. Halldóra Jónsdóttir stýrði umræðu um bækurnar Ferðalok eftir Arnald Indriðason og Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Skiptar skoðanir voru um báðar bækurnar en umræður urðu með minna móti vegna umhverfishljóða á staðnum.
Undir dagskráðliðnum önnur mál var rætt um:
- félagtalið sem búið er að uppfæra bæði á dkg.is og á dkg.org
- 50 ára afmæli DKG á Íslandi. Sigrún Jóhannesdóttir situr í ritnefnd sem stýrir útgáfu rits sem segja á 50 ára sögu samtakanna á Íslandi. Ásta Egilsdóttir og Jónína Eiríksdóttir eru í ritnefnd fyrir okkar deild.
- Jónína Erna Arnardóttir og Theodóra eru búnar að semja afar skemmtilegan afmælissöng í tilefni afmælisins og sungu þær brot úr honum fyrir okkur.
- 8. mars verður fundur með Uglum-Zontaklúbbi Borgarfjarðar í Grundaskóla Akranesi. Þetta verður fjáröflunarfundur með happdrætti. Ágóðinn fer í menntasjóð mæðrastyrksnefndar.
- 26. apríl koma Epsilon konur og halda sameiginlegan fund með okkur í Borgarnesi.
- Theodóra hvatti félagskonur til að gefa kost á sér í embætti á vegum DKG og mæta á landsambandssþingið 10.-11. maí.
Happdrættið var á sínum stað, Sigrún hreppti vinninginn að þessu sinni.
Að loknum fundi fór hópurinn að sjá kabarettinn Dietrich eftir Sigríði Ástu Olgeirsdóttur í Sjálfstæðissalnum. Mikil hrifning var með sýninguna og var frábær endir á góðum fundi.
Fréttin er byggð á fundargerð fundarins.