Fyrsti fundur Delta deildar starfsárið 2017-2018
Vel sóttur fyrsti fundur starfsársins var haldinn í Borgarnesi 18. sept 2017. Guðlaug Sverrisdóttir formaður greindi frá umfjöllunarefnum formannafundar og kjörorðum starfsársins "Beinum sjónum inn á við og látum starfið blómstra" Farið var yfir reglur um inntöku nýrra félaga og samþykkt að þeim konum, sem stungið var upp á á vorfundi í Ensku húsunum yrði boðið að ganga í Deltadeild. Orð til umhugsunar átti Þórunn Reykdal, beindi hún sjónum inn á við og hvatti deildina til að halda áfram styrkingarfundum á borð við síðasta vorfund og fleiri funda, þar sem deildin hefur notið krafta og visku Sigrúnar Jóhannesdóttur og Ingu Stefándsóttur til eflingar félagsstarfinu og félagskonum sjálfum. Meginþema fundarins og hópvinna var undirbúningur að 30 ára afmæli deildarinnar, en þess verður minnst á næsta fundi þann 18. nóvember. Nýr liður var tekinn upp á fundinum, "Þetta er ég" og reið Theodóra Þorsteinsdóttir á vaðið. Einnig var "Lagið migg" og happdrættið á sínum stað.