Kappakonur í heimsókn
19.05.2019
Fimmtudaginn 16. maí komu Kappakonur í skoðunarferð á Skagann á leið sinni á fund á Hótel Glym í Hvalfirði.
Guðlaug og Ásta tóku á móti þeim og fóru með þeim í vitann á Breiðinni, í heimsókn í Stúdíó Jóku og niður á Langasand það sem Guðlaugin og Aggapallur voru skoðuð. Jensína Valdimarsdóttir var Kappakonum innan handar með skipulagningu heimsóknarinnar.