Stjórnarfundur í Deltadeild 29. febrúar 2024
03.03.2024
Stjórnarfundur Deltadeildar var haldinn 29. febrúar 2024 í Kallabakarí á Akranesi.
Eftirfarandi var rætt á fundinum:
- Stjórnarskiptin sem eru framundan og uppstillingarnefnd.
- Næsti deildarfundur, sem er síðasti fundur fyrir aðalfund og er í umsjón Skagakvennanna Brynju, Ruthar, Gunnhildar og Jónínu Eiríksdóttur, í samvinnu við formann. Stjórn leggur til að bjóða konum í Nýdeild á fundinn.
- Aðalfundur Deltadeildar sem verður í maí í umsjón stjórnar, ekki komin dagsetning en stefnt að 21. maí
- Vorráðstefna DKG í maí sem er eins dags fræðsluráðstefna. Dagsetning væntanleg í mars.
- Bréf sem formanni barst frá Árnýju landssambandsforseta um niðurstöður könnunar sem komnar eru inn á Facebooksíðu DKG. Formanni falið að fá Árnýju á fund til að kynna niðurstöðurnar.
- Nauðsyn þess að fjölga í deildinni okkar.
- Elstu skjöl Deltadeildar sem varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Akraness. Formanni falið að kanna hvort þau eigi ekki frekar að varðveita þau á Kvennasögusafni.
Fréttin er unnin upp úr fundargerð Halldóru Jónsdóttur formanns Deltadeildar.
ÁE