Þriði fundur Delta deildar - heimsókn í TrueNorth
01.04.2013
Þriðji fundur Deltadeildar var haldinn 20. mars.
Samveran hófst með heimsókn í TrueNorth kvikmyndafyrirtækið að Seljavegi 2 í Reykjavík, þar sem Helga Margrét Reykdal
framkvæmdastjóri tók á móti Deltakonum og kynnti sögu fyrirtækisins og stærstu verkefni við erlendar kvikmyndir sem fyrirtækið hefur
komið að.
Sigríður Ragna Sigurðardóttir forseti landssambandsins mætti til fundarins og var það skemmtilegt, þar sem TrueNorth er til húsa í
Héðinshúsinu, sem afi hennar byggði á sínum tíma og á hún góðar minningar þaðan.
Því næst lá leiðin á efri hæð veitingastaðarins Uno í Hafnarstrætinu, þar sem Hið
íslenska heimilisiðnaðarfélag var lengi til húsa. Þar hófst formlegur fundur, Sigríður Ragna kynnti landssambandsþingið og Inga
Stefánsdóttir var með orð til umhugsunar . Formaður kynnti bréf frá Helgu Guðmarsdóttur sem sagði sig formlega úr Deltadeild
með þökkum fyrir margra ára ánægjulegar samverusstundir. Fundarkonur þökkuðu Helgu sömuleiðis fyrir áralangt og
ánægjulegt samstarf og óskuðu henni velfarnaðar. Að sjálfsögðu lauk svo fundi með happadrættinu góða.