Starfið 2012–2014

Þema næstu tveggja ára er í samræmi við einkunnarorð Landssambandsins, Frá orðum til athafna. Það er  útfærsla á grunnþáttum menntunar í nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011 sem eru þeir sömu fyrir öll skólastig:

  1. Læsi
  2. Sjálfbærni
  3. Lýðræði og mannréttindi
  4. Jafnrétti
  5. Heilbrigði og velferð
  6. Sköpun

 Vetrarstarfið 2013–2014

8. fundur. Síðasti fundur vetrarins verður að heimili Gerðar Óskarsdóttur, Breiðahvarfi 2,  mánudaginn 26. maí kl. 18.00. Teknir verða inn nýir félagar ásamt hefðbundnum aðalfundarstörfum. 
 
7. fundur Heimsókn í Keili. Framkvæmdastjóri Keilis og samstarfsfólk hans taka á móti okkur og segja frá starfseminni og hvernig Keilir vinnur með grunnþætti menntunar, sérstaklega læsi, og tengingu við háskólastigið. Guðbjörg, formaður Landssambandsins kemur til okkar á fundinn. 
 

6. fundur okkar verður fimmtudaginn 13. febrúar kl. 19.30 á heimili Ragnhildar Þóarinsdóttur að Brúnavegi  8. 
Í tengslum við grunnþátt menntunar Heilbrigði og velferð kynnir Elín okkar Ólafsdóttir rannsókn sína:
 Tengsl efnaskipta- og umhverfisþátta fyrr á ævinni á áhættu á að fá sykursýki 2 síðar á ævinni. Helga Halldórsdóttir verður með Orð til umhugsunar. 
 
5. fundur Gammadeildar verður 15. janúar kl. 19.30 á heimili Ingibjargar Jónasdóttur að Stapaseli 12.
Kristín Bjarnadóttir verður með umfjöllun í anda þemaðs okkar: Stærðfræðilæsi - hugmyndir í námskrám fyrr og nú og PISA rannsóknin. Anh- Dao verður með Orð til umhugsunar. 
 
 
 
 

Fundurinn var afar áhugaverður. 

4. fundur, jólafundurinn, verður  9. desember kl. 20 á heimili Sigrúnar Aðalbjarnardóttur að Hvassaleiti 89. Á fundinn kemur Jónína Leósdóttir, rithöfundur,  og fjallar um bók sína Við Jóhanna.Kristín Jónsdóttir, kennslukona, verður með Orð til umhugsunar.

Jólin sungin inn.  Gammakonur njóta þess að syngja saman.

3. fundur  í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ v/Skólabraut 12. nóvember kl. 17.30. Fyrst verður  á dagskrá atriði nemenda á  leiklistarbraut  skólans og að því  loknu segir Bjarni Snæbjörnsson, leiklistarkennari,  frá brautinni. Þá segja Kristinn Þorsteinsson, skólameistari og   stuttlega  frá skólanum  og svara  spurningum um starfsemina.

2. fundur 10. okt. kl. 19.30 - 22 á heimili Sirrýjar að Mánatúni 4 en Sirrý býður okkur til sín í tilefnis afmælis síns í ágúst s.l. Ingibjörg Jónasdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir verða með orð til umhugsunar, Hertha Jónsdóttir og Ingibjörg segja frá Evrópuþinginu í Amsterdam, afmælisbarnið deilir með okkur eftirminnilegum stundum í Delta Kappa Gamma og Þórunn Björnsdóttir stýrir okkur í söng. 

  

1. fundur 18. sept. kl. 18 - 20.30. Heimsókn í menningarsetrið Hannesarholt, http://www.hannesarholt.is.  Grundarstíg 10.Ragnheiður Jóna Jónsdóttir,einn af stofnendum og eigendum setursins segir frá markmiðum þess og starfsemi. Einnig sagt frá vel heppnuðu landsambandsþingi s.l. vor

Vetrarstarfið 2012–2013

1. fundur: 18. september.  Svana Friðriksdóttir leiðir okkur um styttur miðbæjarins út frá verkefni sínu í menntunarfræðum með áherslu á list- og verkgreinar. Síðan er fundað á veitingastaðnum PISA í Lækjargötu. Björg Eiríksdóttir er með orð til umhugsunar og Hertha W. Jónsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir segja frá alþjóðaþinginu í New York.

Móðurást í Mæðragarði.   Gammakonur kunnu vel að meta áhugaverða leiðsögn Svönu.

2. fundur: 17. október.  Katrín Jakobsdóttir,mennta- og menningarmálaráðherra, kemur á fundinn og fjallar um grunnþætti menntunar sem er þema deildarinnar næstu tvö árin. Hrefna Þórarinsdóttir  er með orð til umhugsunar og Ingibjörg Jónasdóttirsegir frá Evrópu Forum. 

3. fundur: 15. nóvember.  Á fundinum fjallar Gerður Óskardóttir um rannsókn sína á skilum skólastiga, þ.e. leik-, grunn, - og framhaldsskóla, einkum út frá grunnþáttunum sköpun, lýðræði og læsi.  Ingibjörg Einarsdóttir stýrir talkór Gammasystra á ljóðum Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af Degi íslenskrar tungu.

4. fundur. 3. desember. Auður Jónsdóttir, rithöfundur, fjallar um nýjustu bók sínaÓsjálfrátt. Guðný Helgadóttir verður með Orð til umhugsunar og Þórunn Björnsdóttir kemur okkur í jólaskapið með jólalögunum.

5 fundur. 15. janúar. Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri mun taka á móti okkur og kynna Dalskóla sem  sinnir  leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi.Skólinn hefur fengið menningarverðlaun en hann er með ýmsar nýjungar  á sviði list- og verkgreina. 

Arnfríður Rún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og Elfa Gísladóttir, tónmenntakennari í Dalskóla, fjalla um Biophilia-tónvísindasmiðjur sem er samstarfsverkefni Bjarkar Guðmundsdótturtónlistarkonu, Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar.María Pálmadóttirverður með orð til umhugsunar. 

6. fundur 4. febrúar hjá Ingibjörgu Einarsdóttur, Neðstaleiti 3,  Reykjavík.
 
Ingibjörg Jóhannsdóttir að segja okkur frá þemahefti um einn af grunnþáttunum, þ.e. Sköpun, sem gefið var út á vegum mennta- og menningarmála-ráðuneytisins og Námsgagnastofnunar en Ingibjörg er einn af þremur höfundum þess. Ingibjörg mun segja frá  ritinu og vinnuna við það en ritið er  „hugvekja um sköpun", og leggur áherslu á bæði skapandi hugsun og sköpun í verki.  Eftir mjög svo skapandi stund sem við áttum saman í Dalskóla verður áhugavert að skyggnast meira inn í þennan þátt.
 
Sigríður Ragna Sigurðardóttir, landssambandsforseti,  ætlar að vera með okkur fundinum og Stefanía Arnórsdóttir verður með Orð til umhugsunar.
 
7. fundur  13. mars í Sæmundarskóla, Gvendargeisla 168 (við Reynisvatn). Byrjað  á því að fara í útikennslustofuna en síðan mun skólastjóri,Guðjóna Eygló Friðriksdóttir, bjóða okkur velkomnar og segir frá skólanum. Guðrún Gísladóttir segir okkur frá verkefninu Líf og list á landi, samþætting verk- og listgreina við náttúrugreinar.
 
8. fundur 23. maí.  Farið í rútu frá Reykjavík  til  Eyrarbakka.  Staldrað verður við í Húsinu  sem Lýður Pálsson safnstjóri segir okkur frá. Síðan  verður haldið í Rauða húsið og notið samveru og góðra veitinga.   Ragnhildur Þórarinsdóttir verður með orð til umhugsunar.  

Vetrarstarfið 2010–2011

Þema vetrarins er sjöunda markmið Alþjóðasamtakanna sem er „að fræða konur um það sem efst er á baugi í efnahagsmálum, félagsmálum, stjórnmálum og menntamálum og stuðla með því að vaxandi skilningi og virkri þátttöku þeirra í samfélagi þjóðanna.“

16. september. Farið á sýninguna á Kjarvalsstöðum; Með viljann að vopni. Endurlit 1970-1980. Á sýningunni eru verk 26 listakvenna frá áttunda áratugnum eða kvennaáratugnum svonefnda. Síðan er haldið á NemaForum, menningarhús í Slippsalnum við Reykjavíkurhöfn og gegnið að snæðingi.
 
6. október. Valgerður Bjarnadóttir, þingkona, flytur erindið saga ESB og staða samningaviðræðna Íslendinga við ESB.
 
Fundurinn er haldinn hjá Gerði G. Óskarsdóttur
 
9. nóvember. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona og fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, flytur erindið staðan í samfélaginu – horft til kvenna.
 
6. desember. Gestur jólafundarins var Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir rithöfundur og sagnfræðingur sem gaf út tvær bækur fyrir jólin, spennusöguna Mörg eru ljónsins eyru og Dagur kvennanna sem Þórunn skrifaði í samvinnu við Megas, en sú fyrrnefnda var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
 
Fundurinn er haldinn heima hjá Árnýju Elíasdóttur.
 
12. janúar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar mætir á fundinn. Erindi hennar heitir: Gildra feðraveldisins.
 
Fundurinn er haldinn hjá Björgu Eiríksdóttur.
 
14. febrúar. Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra mætir á fundinn.

Fundurinn er haldinn hjá Ingibjörgu Einarsdóttur, Neðstaleiti 13, 103 Reykjavík.

23. mars. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis mætir á fundinn sem haldinn verður heima hjá Anh-Dao.


Síðast uppfært 14. maí 2017