Fréttir

Nóvemberfundur Alfa- deildar 2018

Nú er komið að því að hittast aftur, kæru félagskonur.
Lesa meira

Starfsáætlun Alfa deildar 2018-19

Lesa meira

Febrúarfundur Alfa-deildar

Nú er næsti fundur deildarinnar á næsta leiti skv. eftirfarandi fundarboði: Velkomnar til fjórða fundar Alfadeildar veturinn 2016-2017. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 14. febrúar í Söngskólanum í Reykjavík, Snorrabraut 54 (gamla Osta og smjörsalan) og hefst kl. 17.00.
Lesa meira

Tveir góðir fundir á haustdögum

Í vetur hafa verið haldnir tveir fundir. Þann 25. október síðastliðinn hittust Alfa konur í Háskólanum í Reykjavík þar sem vel var tekið á móti þeim. Ari Kristinsson, rektor, gekk með þeim um skólann og sagði þeim frá húsakynnum og því námi sem væri boðið upp á þar. Síðan tók Málfríður Þórarinsdóttir við og sagði frá frumgreinanáminu í HR. Afar vel var tekið á móti okkur þarna.  Í september komum við saman í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem Margrét Hallgrímsdóttir gekk með okkur um húsið og leiddi okkur í gegnum þær sýningar sem voru uppsettar. Einnig fræddi hún okkur Safnahúsið og að það væri nú hluti af Þjóðminjahúsinu og sagði frá þeirri sameiningu. Afar fróðlegur fundur fyrir okkur Alfakonur.
Lesa meira

Aðalfundur framundan

Nú er komið að aðalfundi Alfadeildar sem verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 17:00 í Dugguvogi 15, Notting Hill, húsnæði Maríu Solveigar og Sigfúsar.  Venjuleg aðalfundarstörf og kosning stjórnar verður á dagskrá fundarins. Vonast er eftir sem flestum Alfasystrum á fundinn.
Lesa meira

Fundur í Austurbæjarskóla 16. mars

Næsti fundur deildarinnar verður haldinn 16.mars klukkan 17 - 19. Fundurinn verður haldinn í Austurbæjarskóla en Kristín Jóhannesdóttir sem situr í stjórn Alfadeildar er skólastjóri þar. Þess má geta að Kristín er fyrsta konan til að gegna því embætti. Gengið er inn um aðalinngang skólans. Formaður setur fund, kveikt verður á kertum og minnst Jennu Jensdóttur sem lést 6.mars. Jenna var einn af stofnfélögum DKG á Íslandi 7. nóvember 1976. Margrét Sigurðardóttir blindrakennari flytur orð til umhugsunar. Gestur fundarins, Arnfinnur Jónsson, skólastjóri og formaður hollvinafélags Austurbæjarskóla, flytur erindi. 
Lesa meira

Mynd frá inntöku í Kringlukránni í febrúar 2016

Smellið á myndina til að stækka hana. Sjá fleiri myndir frá fundinum í myndasafni deildarinnar.
Lesa meira

Fundur í deildinni 13. febrúar

Næsti fundur Alfa deildar verður 13. febrúar nk.  kl. 11.30 – 13.30. Hann verður  á  Kringlukránni í Kringlunni og þá verða tveir nýir félagar teknir inn. Að vanda verða flutt orð til umhugsunar og síðan mun Sigurður Örn Þórsson framkæmdarstjóri Rekstrarfélags Kringlunnar síðan 2006, kynna rekstur verslunarmiðstövarinnar Kringlunnar.  Sigurður Örn  hefur fengist við ýmis störf m.a. verið aðstoðarmaður félagsmálaráðherra um þriggja ára skeið áður en hannn tók við rekstri Kringlunnar. Kosið verðir í uppstillingarnefnd en núverandi stjórn lætur af störfum í vor.
Lesa meira

Góður fundur í Borgarleikhúsinu.

Inntaka fór fram hjá deildinni í Borgarleikhúsinu 19. september en þá voru þrjár konur teknar inn í deildina. Alfakonur fengu einnig skemmtilega og fræðandi leiðsögn um húsið. Myndbandið segir alla söguna.
Lesa meira

Fyrsti fundur nýs starfsárs

Fyrsti fundur starfsársins verður haldinn laugardaginn 19.september klukkan 11:00 - 13:00 og verður það inntöku og kynningarfundur þar sem nýir félagar verða boðnir velkomnir til samstarfs. Fundurinn verður haldinn í Borgarleikhúsinu og mun kynningarfulltrúi leikhússins ganga með okkur um húsið og kynna vetrardagskrána. Að því loknu hefjast hefðbundin  fundarstörf. Á boðstólum verður léttur hádegisverður.
Lesa meira