Á rauðum sokkum baráttukonur segja frá
25.10.2011
Í byrjun nóvember kemur út hjá Háskólaútgáfunni og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) bókin
Á rauðum sokkum baráttukonur segja frá.
Í bókinni segja tólf konur frá starfi sínu með Rauðsokkahreyfingunni fyrstu ár hennar. Þar af eru tvær konur úr Gammadeild,
þær Gerður G. Óskarsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir og ein úr Etadeild Elísabet Gunnarsdóttir. Haustið 2010 voru liðin 40 ár
frá eiginlegum stofnfundi hreyfingarinnar árið 1970. Hver kona ritar sinn kafla og jafnframt leggur einn af frumkvöðlum hreyfingarinnar, skáldið Vilborg
Dagbjartsdóttir, bókinni til tólf ljóð sem flest voru ort á áttunda
áratugnum og eiga ríkan samhljóm með umfjöllunarefni frásagnanna.
Stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar markaði tímamót í sögu íslenskra kvennahreyfinga og hún á skilið heiðurssess í
íslenskri sögu og samfélagsvitund. Rauðsokkar börðust fyrir fjölmörgum málum sem þykja
sjálfsögð réttindi í dag, svo sem dagvistun barna giftra foreldra og frjálsum fóstureyðingum, oft með nýstárlegum baráttuaðferðum. Auk þess gaf hreyfingin hefðbundnu félagsformi langt nef og starfaði undir eigin, athyglisverðu formerkjum. Höfundar bókarinnar segja frá þátttöku sinni í jafnréttisbaráttunni en einnig frá persónulegum uppruna sínum og því hvernig þær vöknuðu til vitundar um óréttlætið sem konur voru beittar.Bókin er því einnig merkileg heimild um andrúmsloftið í þjóðfélaginu og stöðu og sjálfsvitund kvenna fyrir tíma rauðsokka.
Höfundar bókarinnar eru:
Auður Hildur Hákonardóttir
Björg Einarsdóttir
Edda Óskarsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir
Gerður G. Óskarsdóttir
Guðrún Ágústsdóttir
Guðrún Friðgeirsdóttir
Guðrún Hallgrímsdóttir
Helga Ólafsdóttir
Lilja Ólafsdóttir
Rannveig Jónsdóttir
Vilborg Dagbjartsdóttir
Vilborg Sigurðardóttir
Vilborg Sigurðardóttir ritar jafnframt inngang bókarinnar, Dagný
Kristjánsdóttir skrifar eftirmála og ritstjóri er Olga Guðrún Árnadóttir.
Bókin er yfir 400 blaðsíður í kiljuformi og prýdd fjölda mynda.
Verð bókarinnar er 5900 kr. Áskriftarverði fram til 11. nóvember er 4130 kr. (30% afsláttur).
sjálfsögð réttindi í dag, svo sem dagvistun barna giftra foreldra og frjálsum fóstureyðingum, oft með nýstárlegum baráttuaðferðum. Auk þess gaf hreyfingin hefðbundnu félagsformi langt nef og starfaði undir eigin, athyglisverðu formerkjum. Höfundar bókarinnar segja frá þátttöku sinni í jafnréttisbaráttunni en einnig frá persónulegum uppruna sínum og því hvernig þær vöknuðu til vitundar um óréttlætið sem konur voru beittar.Bókin er því einnig merkileg heimild um andrúmsloftið í þjóðfélaginu og stöðu og sjálfsvitund kvenna fyrir tíma rauðsokka.
Höfundar bókarinnar eru:
Auður Hildur Hákonardóttir
Björg Einarsdóttir
Edda Óskarsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir
Gerður G. Óskarsdóttir
Guðrún Ágústsdóttir
Guðrún Friðgeirsdóttir
Guðrún Hallgrímsdóttir
Helga Ólafsdóttir
Lilja Ólafsdóttir
Rannveig Jónsdóttir
Vilborg Dagbjartsdóttir
Vilborg Sigurðardóttir
Vilborg Sigurðardóttir ritar jafnframt inngang bókarinnar, Dagný
Kristjánsdóttir skrifar eftirmála og ritstjóri er Olga Guðrún Árnadóttir.
Bókin er yfir 400 blaðsíður í kiljuformi og prýdd fjölda mynda.
Verð bókarinnar er 5900 kr. Áskriftarverði fram til 11. nóvember er 4130 kr. (30% afsláttur).